Gerð er krafa um jafnþrýst farþegarými í sjúkraflugi, til verndar sjúklingum með t.d. loftbrjóst, heilablæðingu eða höfuðmeiðsl. Engin þyrla er þannig útbúin.
Engin þyrla hefur afkastagetu til að halda lágmarkshæðum í blindflugi yfir hálendi Íslands, fari svo að annar tveggja mótora hennar bili.
Engin þyrla nær viðlíka flughraða og sjúkraflugvélar okkar og er munurinn u.þ.b. tvöfaldur. Þær eru þ.a.l. óviðunandi flutningstæki í sjúkraflugi.
Kostnaður við útgerð þyrlu er margfaldur, miðað við sambærilega flugvél að stærð og burðargetu.
Þyrlur eru stórkostleg björgunartæki á rúmsjó eða á hálendi fjarri flugvöllum. En þær skortir hraða, hagkvæmni, afkastagetu í blindflugi og jafnþrýstiklefa til að geta tekið við sjúkraflugsþjónustu hér innanlands.
Nei, aðstæður á höfuðborgarsvæðinu eru allt aðrar en þar sem landslag þröngra fjarða stýrir vindi, venjulega í hafátt eða landátt.
Þrengsli í dölum og fjörðum veldur því einnig að aðeins ein lega flugbrautar kemur til greina.
Vissulega gætu þær það við góðar aðstæður. Blindaðflugsbúnaði verður hins vegar ekki komið við þar, auk þess sem þetta skapar hættu í sviptivindum.
Ef hægt er að lenda við flugvöll er sá kostur ávalt valinn frekar. Þaklendingar erlendis fara aðeins fram í þéttustu borgum þar sem engin önnur leið er fær og algjör bráðatilvik um borð.
Fátt er um jafngóð, eða yfir höfuð brúkleg flugvallarstæði annars staðar á höfuðborgarstæðinu. Þá er kostnaður við nýjan flugvöll óheyrilegur.
Þjóðin hefur engin efni á byggingu nýs flugvallar, sambærilegum við Reykjavíkurflugvöll, í sjáanlegri framtíð.
Landslag á og umhverfis Hólmsheiði hindrar mjög blindaðflug að flugvelli þar. Það ásamt lakara veðurfari gerir út um raunhæfan grundvöll til flugrekstrar.
Kostnaður við byggingu nýs flugvallar þar er stórlega vanreiknaður, m.a. þar sem þá verður að flytja megin tengivirki rafmagns fyrir höfuðborgarsvæði, frá Geithálsi.